Kallið
Ég var að vona
að þú dveldir
lengur hjá mér
Ég bar bekkinn
að vesturveggnum
svo við gætum setið þar
í kvöldsólinni
En þá kom kallið
og þú varðst að fara
Nú sit ég á bekknum
og strýk í huganum
yfir höfuð þitt
Kallið