júlídagur
ilvolgur asparsnjórinn fýkur í skafla á sumardegi
eins og til að minna á hverfulleikann
að aftur kemur tími hinna köldu snjókorna
biðukollan hneigir sig
æðrulaus
líkt og aldurhniginn heiðursmaður
sem hefur nógan tíma
andar að sér ilmi bleikra rósa
á nærliggjandi runna
baldursbrárnar kinka kolli
vita
að nú er tími til að njóta
það kemur síðar sem koma skal
eins og til að minna á hverfulleikann
að aftur kemur tími hinna köldu snjókorna
biðukollan hneigir sig
æðrulaus
líkt og aldurhniginn heiðursmaður
sem hefur nógan tíma
andar að sér ilmi bleikra rósa
á nærliggjandi runna
baldursbrárnar kinka kolli
vita
að nú er tími til að njóta
það kemur síðar sem koma skal
Júlí 2010
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi