Regnboginn grætur
Ég hvorki sá né heyrði í þeim
hélt mig kominn í undraheim
þar sem enginn átti ekki neitt
og ekkert skyldi endurgreitt
því starði ég stöðugur
um stund svo auðugur
Því það er þar sem himininn festir sínar rætur
og regnboginn grætur
Ég hvorki grét né hló
í hyldýpinu einn ég bjó
innan um múg og margmenni
og mikil fráhvarfseinkenni
því starði ég stöðugur
um stund svo nauðugur
Í þessari veröld er fullt af þrá
sem þegir um tilvist sína
hún er hvorki svört eða grá
hún er sólin sólin sólin
sem nær ekki að skína.
Ég átti þaðan afturkvæmt
ég hélt það væri dauðadæmt
dirfist ekki að dæma mig
í dag á ég hvorki mig né þig
því starði ég stöðugur
um stund svo forugur.
Því það er þar sem himininn festir sínar rætur
og regnboginn grætur
hélt mig kominn í undraheim
þar sem enginn átti ekki neitt
og ekkert skyldi endurgreitt
því starði ég stöðugur
um stund svo auðugur
Því það er þar sem himininn festir sínar rætur
og regnboginn grætur
Ég hvorki grét né hló
í hyldýpinu einn ég bjó
innan um múg og margmenni
og mikil fráhvarfseinkenni
því starði ég stöðugur
um stund svo nauðugur
Í þessari veröld er fullt af þrá
sem þegir um tilvist sína
hún er hvorki svört eða grá
hún er sólin sólin sólin
sem nær ekki að skína.
Ég átti þaðan afturkvæmt
ég hélt það væri dauðadæmt
dirfist ekki að dæma mig
í dag á ég hvorki mig né þig
því starði ég stöðugur
um stund svo forugur.
Því það er þar sem himininn festir sínar rætur
og regnboginn grætur