Augnablik
Gefðu mér aðeins eitt augnablik
af aflinu því sem ástin þín er
þá mun hjartað mitt opnast sem aldrei fyr
og aldrei aftur úr lagi ganga
þá tekur það neitun og nýtir sér varmann
í nýstingskuldanum hér fyrir utan.
Gefðu mér stund um vegferð þína og stað
þá stendur þú mig ekki oftar að verki
ég þarf þá ekki að læðast um þitt lokaða hús
og láta sem ég knýi á steinsteyptar hurðir
með hljóðlausum spörkum og eilífum öskrum
æpandi á þann sem aldrei heyrir.
af aflinu því sem ástin þín er
þá mun hjartað mitt opnast sem aldrei fyr
og aldrei aftur úr lagi ganga
þá tekur það neitun og nýtir sér varmann
í nýstingskuldanum hér fyrir utan.
Gefðu mér stund um vegferð þína og stað
þá stendur þú mig ekki oftar að verki
ég þarf þá ekki að læðast um þitt lokaða hús
og láta sem ég knýi á steinsteyptar hurðir
með hljóðlausum spörkum og eilífum öskrum
æpandi á þann sem aldrei heyrir.