Aladdinn og lampinn
Ég sýg það upp og nota til þess svampinn
seinna meir koma þeir svo, Aladdinn og lampinn.
Hjá lífsins tré og lindinni tæru
lá slóðinn um grjót og fjöllin ófæru
ég hellti öllu niður er mest ég mátti
og meiraðsegja því sem ég ekki átti.
Ég skal sjúga það upp og nota til þess svampinn
seinna meir koma svo Aladdinn og lampinn.
Hjá viskunnar tré var mér meiri vandi
og vélráður snákur þóttist á mínu bandi
hann útbjó mér mjöð úr himinsins regni
ég missti hann niður eftir mesta megni.
Ég sýg hann upp og nota til þess svampinn
seinna meir koma þeir svo Aladdinn og lampinn
Og nú geng ég eftir ánni sem austur rennur
fyrir ofan mig er himinn en austrið brennur
áin sem elskar mig þakkar fyrir sig
öskrar svo á mig og áminnir mig
Ég skal sjúga hana upp og nota til þess svampinn
seinna koma þeir svo Aladdinn og lampinn.
seinna meir koma þeir svo, Aladdinn og lampinn.
Hjá lífsins tré og lindinni tæru
lá slóðinn um grjót og fjöllin ófæru
ég hellti öllu niður er mest ég mátti
og meiraðsegja því sem ég ekki átti.
Ég skal sjúga það upp og nota til þess svampinn
seinna meir koma svo Aladdinn og lampinn.
Hjá viskunnar tré var mér meiri vandi
og vélráður snákur þóttist á mínu bandi
hann útbjó mér mjöð úr himinsins regni
ég missti hann niður eftir mesta megni.
Ég sýg hann upp og nota til þess svampinn
seinna meir koma þeir svo Aladdinn og lampinn
Og nú geng ég eftir ánni sem austur rennur
fyrir ofan mig er himinn en austrið brennur
áin sem elskar mig þakkar fyrir sig
öskrar svo á mig og áminnir mig
Ég skal sjúga hana upp og nota til þess svampinn
seinna koma þeir svo Aladdinn og lampinn.