Járnsól
Jafnvel þó að járnsólin skíni
jaðrar við að mér hlýni.
Það var eittsinn fyrir óra mörgum árum
að ég kom til þín með eitthvað, veit ekki hvað
þá fannst mér fínt að lita lífið með tárum
og fráleitt skipti það máli um hvað ég bað
þú svaraðir mér með þínu fræga særða brosi
þú sagðir ég gaf þér allt sem ég átti ein
í brjósti mínu barst fram stuna frá öskugosi
og ég braut þá einu von sem enn var hrein
Jafnvel þó að járnsólin skíni
jaðrar við að mér hlýni
himintungl hrundu á axlir þínar
og hreinn snjór í apríl borgaði skuldirnar mínar
Þú varst með hring sem þú snerir á ógnarhraða
og þú barst hann á hægri hönd
við áttum hús milli Hruna og Svaðastaða
og sömuleiðis öll hin ókunnu lönd
Aðeins eitt öskur og ég gat ekki meira
allir en einkum þú voru að tuða í mér
ég þóttist geta flogið en fór út að keyra
því fortíðin sem ég leitaði að var í felum inni í þér
Jafnvel þó að járnsólin skíni
jaðrar við að mér hlýni
himintungl hrundu á axlir þínar
og hreinn snjór í maí át upp skuldirnar mínar
jaðrar við að mér hlýni.
Það var eittsinn fyrir óra mörgum árum
að ég kom til þín með eitthvað, veit ekki hvað
þá fannst mér fínt að lita lífið með tárum
og fráleitt skipti það máli um hvað ég bað
þú svaraðir mér með þínu fræga særða brosi
þú sagðir ég gaf þér allt sem ég átti ein
í brjósti mínu barst fram stuna frá öskugosi
og ég braut þá einu von sem enn var hrein
Jafnvel þó að járnsólin skíni
jaðrar við að mér hlýni
himintungl hrundu á axlir þínar
og hreinn snjór í apríl borgaði skuldirnar mínar
Þú varst með hring sem þú snerir á ógnarhraða
og þú barst hann á hægri hönd
við áttum hús milli Hruna og Svaðastaða
og sömuleiðis öll hin ókunnu lönd
Aðeins eitt öskur og ég gat ekki meira
allir en einkum þú voru að tuða í mér
ég þóttist geta flogið en fór út að keyra
því fortíðin sem ég leitaði að var í felum inni í þér
Jafnvel þó að járnsólin skíni
jaðrar við að mér hlýni
himintungl hrundu á axlir þínar
og hreinn snjór í maí át upp skuldirnar mínar