Útskriftarljóð Vignis
Ég sögu vil segja af dreng,
sem kvenkynið kallaði feng.
Af dreng sem var dáður,
hár og heilráður,
með hug eins og háspennustreng.
Og vandvirkur var þessi fýr;
sem velsniðið verkvinnudýr,
og á gítar hann lék
undir ljóð og torrek
við afspyrnu góðan orðstír.
Þá þótti'hann í íþróttum „kúl“
og þrautseigur á við pendúl.
Sem dæmi ég kann,
mig sífellt hann vann,
í borðknattleik kölluðum pool.
Og afbragð var hans aksturslag,
þá var honum fátt reiðarslag;
en þegar púst undan flaug
aðeins efldist hans taug
á skotstund því skellti í lag.
Öðru fremur óska ég eins,
og óska ég sjaldnast neins.
þó áranna þrjóti
þrek, ég njóti
enn samvistar þessa sveins.
Því í Sendai sem Svarfaðardal,
seint þykir það óráðshjal,
að æpa á menn
sem mætir þú senn:
„Það er aðeins einn Vignir Val!“
Øøühl
sem kvenkynið kallaði feng.
Af dreng sem var dáður,
hár og heilráður,
með hug eins og háspennustreng.
Og vandvirkur var þessi fýr;
sem velsniðið verkvinnudýr,
og á gítar hann lék
undir ljóð og torrek
við afspyrnu góðan orðstír.
Þá þótti'hann í íþróttum „kúl“
og þrautseigur á við pendúl.
Sem dæmi ég kann,
mig sífellt hann vann,
í borðknattleik kölluðum pool.
Og afbragð var hans aksturslag,
þá var honum fátt reiðarslag;
en þegar púst undan flaug
aðeins efldist hans taug
á skotstund því skellti í lag.
Öðru fremur óska ég eins,
og óska ég sjaldnast neins.
þó áranna þrjóti
þrek, ég njóti
enn samvistar þessa sveins.
Því í Sendai sem Svarfaðardal,
seint þykir það óráðshjal,
að æpa á menn
sem mætir þú senn:
„Það er aðeins einn Vignir Val!“
Øøühl
2009