Bergið
Bergið er brotið og blind er sú trú
að bót megi hljóta með tíma,
en hvað sem að hvessir og hvert sem blæs nú
hverfur aldregi bergsins gríma.
Þá kom til mín blómstrið bláa,
og bar mér þau orðin sönn;
að í bergsins brostna gljáa,
hafi bæði sest mosi og hvönn.
Má af því skilja og segi ég frá
að hvað sem þér sárum veldur;
aldrei skalt hugfallast, hrynja af þrá,
því hugarins æ brennur eldur.
að bót megi hljóta með tíma,
en hvað sem að hvessir og hvert sem blæs nú
hverfur aldregi bergsins gríma.
Þá kom til mín blómstrið bláa,
og bar mér þau orðin sönn;
að í bergsins brostna gljáa,
hafi bæði sest mosi og hvönn.
Má af því skilja og segi ég frá
að hvað sem þér sárum veldur;
aldrei skalt hugfallast, hrynja af þrá,
því hugarins æ brennur eldur.
2008