Bergið
Bergið er brotið og blind er sú trú
að bót megi hljóta með tíma,
en hvað sem að hvessir og hvert sem blæs nú
hverfur aldregi bergsins gríma.

Þá kom til mín blómstrið bláa,
og bar mér þau orðin sönn;
að í bergsins brostna gljáa,
hafi bæði sest mosi og hvönn.

Má af því skilja og segi ég frá
að hvað sem þér sárum veldur;
aldrei skalt hugfallast, hrynja af þrá,
því hugarins æ brennur eldur.  
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
1989 - ...
2008


Ljóð eftir Dagbjart Gunnar Lúðvíksson

Draumurinn
NN
Útskriftarljóð Vignis
Stökur
Það sem þarf til að yrkja ljóð
Ljósin í læknum
Hljómfagra rósin
Bergið
Af Þórði gelli og fjórðungsþingum
Sléttuband
Ljóðastúlkan
Efnahagsundrið
Ástarkvæði I
Fimmtugsafmælisljóð fyrir pabba
Pælingar í afdráttarhætti
Sumarkveðja
Fimmtugsafmælisljóð fyrir mömmu
Ástarkvæði II (draugavísa)
Lögbergskvæði
Ný dýravísa