Ljóðastúlkan
Í gær orti ég konu,
ég horfði á hana smá stund
og lífvana augum starði hún til baka
og líkt og guðlegur kraftur væri mér fólginn gæddi ég hana lífi.

En ég orti hana ekki fullkomna
stuðul vantaði hér og atkvæði þar.

Í nýsköpuðu gallaflóði drauma minna
tókst mér þó að yrkja af nægilegri kostgæfni
til að misheppnuð ljóðstúlkan bæri af öllum öðrum konum,
til að misheppnuð ljóðstúlkan væri fegurri og ómþýðari en nokkur önnur snót.

Og ég gæti dáðst að þessum gallagrip mínum,
ávallt.  
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
1989 - ...
2008


Ljóð eftir Dagbjart Gunnar Lúðvíksson

Draumurinn
NN
Útskriftarljóð Vignis
Stökur
Það sem þarf til að yrkja ljóð
Ljósin í læknum
Hljómfagra rósin
Bergið
Af Þórði gelli og fjórðungsþingum
Sléttuband
Ljóðastúlkan
Efnahagsundrið
Ástarkvæði I
Fimmtugsafmælisljóð fyrir pabba
Pælingar í afdráttarhætti
Sumarkveðja
Fimmtugsafmælisljóð fyrir mömmu
Ástarkvæði II (draugavísa)
Lögbergskvæði
Ný dýravísa