Ljóðastúlkan
Í gær orti ég konu,
ég horfði á hana smá stund
og lífvana augum starði hún til baka
og líkt og guðlegur kraftur væri mér fólginn gæddi ég hana lífi.
En ég orti hana ekki fullkomna
stuðul vantaði hér og atkvæði þar.
Í nýsköpuðu gallaflóði drauma minna
tókst mér þó að yrkja af nægilegri kostgæfni
til að misheppnuð ljóðstúlkan bæri af öllum öðrum konum,
til að misheppnuð ljóðstúlkan væri fegurri og ómþýðari en nokkur önnur snót.
Og ég gæti dáðst að þessum gallagrip mínum,
ávallt.
ég horfði á hana smá stund
og lífvana augum starði hún til baka
og líkt og guðlegur kraftur væri mér fólginn gæddi ég hana lífi.
En ég orti hana ekki fullkomna
stuðul vantaði hér og atkvæði þar.
Í nýsköpuðu gallaflóði drauma minna
tókst mér þó að yrkja af nægilegri kostgæfni
til að misheppnuð ljóðstúlkan bæri af öllum öðrum konum,
til að misheppnuð ljóðstúlkan væri fegurri og ómþýðari en nokkur önnur snót.
Og ég gæti dáðst að þessum gallagrip mínum,
ávallt.
2008