Efnahagsundrið
Ég tók eitt stökk í tíma
til nítjánhundruð og átta,
þar fann mína feður glíma
við fótskörung niðdimmra nátta,
en nætur óvinasátta.

Ég hálfa öld lét líða
en leit svo við að nýju.
Þar ómfögur söng alþýða
í efnahags fílharmoníu,
nýsýkt af kaupbakteríu.

Öðrum fimmtíu árum síðar
aftur fór til að rofa,
góðæris hrundu hlíðar
en heimamenn sátu agndofa,
og flúðu í moldarkofa.  
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
1989 - ...
2008


Ljóð eftir Dagbjart Gunnar Lúðvíksson

Draumurinn
NN
Útskriftarljóð Vignis
Stökur
Það sem þarf til að yrkja ljóð
Ljósin í læknum
Hljómfagra rósin
Bergið
Af Þórði gelli og fjórðungsþingum
Sléttuband
Ljóðastúlkan
Efnahagsundrið
Ástarkvæði I
Fimmtugsafmælisljóð fyrir pabba
Pælingar í afdráttarhætti
Sumarkveðja
Fimmtugsafmælisljóð fyrir mömmu
Ástarkvæði II (draugavísa)
Lögbergskvæði
Ný dýravísa