Efnahagsundrið
Ég tók eitt stökk í tíma
til nítjánhundruð og átta,
þar fann mína feður glíma
við fótskörung niðdimmra nátta,
en nætur óvinasátta.
Ég hálfa öld lét líða
en leit svo við að nýju.
Þar ómfögur söng alþýða
í efnahags fílharmoníu,
nýsýkt af kaupbakteríu.
Öðrum fimmtíu árum síðar
aftur fór til að rofa,
góðæris hrundu hlíðar
en heimamenn sátu agndofa,
og flúðu í moldarkofa.
til nítjánhundruð og átta,
þar fann mína feður glíma
við fótskörung niðdimmra nátta,
en nætur óvinasátta.
Ég hálfa öld lét líða
en leit svo við að nýju.
Þar ómfögur söng alþýða
í efnahags fílharmoníu,
nýsýkt af kaupbakteríu.
Öðrum fimmtíu árum síðar
aftur fór til að rofa,
góðæris hrundu hlíðar
en heimamenn sátu agndofa,
og flúðu í moldarkofa.
2008