

Ég sá Guð á mikilli mynd
er manninn fyrsta hann skóp
af fallegri jörð og lítilli lind
löngu fyrir Adams angistar óp
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá fólk á fallegri mynd
í fínasta pússi og stássi
með augun opin en starandi blind
í einhverju óÞekktu plássi
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá Þingvelli í þrívíddarmynd
og Þrastarhjón hjá hreiðri
og afhausaða húskarls synd
hjá Öxará svo breiðri
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá eina gamla andlitsmynd
af óþekktri kaupakonu
hún var órofin uppsprettulind
og ól upp prestsins sonu
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá brosandi barnamynd
í brotnum ramma og skökkum
Þetta var sjö ára stúlkukind
sem seinna barðist í bökkum
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Að lokum ég leit á dómsdagsmynd
af dánu fólki og dýrum
Það eyddist af sinni erfðasynd
að afloknum ævintýrum
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
er manninn fyrsta hann skóp
af fallegri jörð og lítilli lind
löngu fyrir Adams angistar óp
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá fólk á fallegri mynd
í fínasta pússi og stássi
með augun opin en starandi blind
í einhverju óÞekktu plássi
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá Þingvelli í þrívíddarmynd
og Þrastarhjón hjá hreiðri
og afhausaða húskarls synd
hjá Öxará svo breiðri
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá eina gamla andlitsmynd
af óþekktri kaupakonu
hún var órofin uppsprettulind
og ól upp prestsins sonu
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Ég sá brosandi barnamynd
í brotnum ramma og skökkum
Þetta var sjö ára stúlkukind
sem seinna barðist í bökkum
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.
Að lokum ég leit á dómsdagsmynd
af dánu fólki og dýrum
Það eyddist af sinni erfðasynd
að afloknum ævintýrum
en í einni örlitilli stroku
er ég einsog í þoku.