Feigðin
Dag einn, er þú stóðst í flæðarmálinu og vitjaðir netsins,
var sem hönd væri lögð ofurlétt á öxl þína
og einhver bauð þér að fylgja sér.

Þú réttir úr þér og leist yfir sviðið,

horfðir upp í haustbláan himininn
og heyrðir jarmað veikt frá réttinni.

Svo léstu til leiðast og hvarfst hljóður á brott.

 
Vandur
1964 - ...


Ljóð eftir Vandan

Langafi minn
Speglun
Hæka
Lítt gefinn fyrir fjallgöngur
Jarðsamband
Fjallahringurinn
Brottnumin
Þaulz
Feigðin
Eins og steinn
Hæka að hausti I
Hæka að vetri I
Hæka að vetri II
Úr kýrhausnum
Móðurminning
Rós og skuggi