Búr
Út um rimla ég horfi á heiminn
sem heillandi í kring um mig snýst
en ég veit hann er hverfull og gleymin
hann gleymt hefur mér fyrir víst
Því eitt sinn ég frjáls var og fagur
og honum söng mitt fegursta lag
en nú er ég raddlaus og magur
á Hans miskunn kominn hvern einasta dag
Hann stöðugt um fjaðrirnar strýkur
og tekur það sem eitt sinn ég gaf
burt þá mín lífsvitund fýkur
á meðan Hann líkur sér af
Eitt sinn ég reyndi að flýja
og fljúga veröld Hans frá
nú vængi tvo vantar mig nýja
mína hæglega klippti Hann á
Hann vill ekki heyra mig gráta
Hann vill bara horfa mig á
og aðrir fuglar láta
sem þeir ekki heyri né sjá
sem heillandi í kring um mig snýst
en ég veit hann er hverfull og gleymin
hann gleymt hefur mér fyrir víst
Því eitt sinn ég frjáls var og fagur
og honum söng mitt fegursta lag
en nú er ég raddlaus og magur
á Hans miskunn kominn hvern einasta dag
Hann stöðugt um fjaðrirnar strýkur
og tekur það sem eitt sinn ég gaf
burt þá mín lífsvitund fýkur
á meðan Hann líkur sér af
Eitt sinn ég reyndi að flýja
og fljúga veröld Hans frá
nú vængi tvo vantar mig nýja
mína hæglega klippti Hann á
Hann vill ekki heyra mig gráta
Hann vill bara horfa mig á
og aðrir fuglar láta
sem þeir ekki heyri né sjá