Ég á mér öruggan stað
Jafnvel þó dramatík og óvissa
Leiði mig í leiðindi
Þá alltaf eftirá kemur fullvissa
Sem smyrja öll særindi

Það sem flestir spyrja sig að
Er hvort mitt sé þitt
Er ég illur eða hvað?
Eða bara sáttur við mitt?

Ég á mér öruggan stað
Í miðju vatninu er lækning
Flestir líkja því við tað
Og segja mig vera flæking

ég á mér flotta sýn
Um okkur að sameinast
Mér finnst þú svo heví fín
Og í núinu þú og ég það er fallegast

Því hinna fjögurra hesta tákn
Í spádómi um hugarfar
Þar sem inngripið var aðalega sátt
Við erum eitt hið heilaga far

Það er óvirðing við mína greind
Og eina leiðin að ná því á mitt level
Er að faðma hið svarta í reind
Þá sef ég sáttur,búinn að sigra the devil  
Boi
1978 - ...


Ljóð eftir Boa

Með
Miðbær
Ryðgað
Frekur
Opnast
Orðin hans pabba
Ég á mér öruggan stað
Himinn burt
Litlu hlutirnir
Stíflan
Heimkoman