rauðir dropar
gatan grá af rigningu,
í silkimjúku hári þínu
myndast litlir lækir
og drjúpa á rjóðum kinnum
ferskur haustilmur blandast
við sætan angan þinn
og í mér kraumar frumstætt blóð
heit gufa stígur af grárri götu
rauðir dropar