hún í öðru veldi
Hún
Hún, en fyndið að það skuli alltaf byrja á henni. Hún var talandi rós og yfirnáttúrulega falleg en gekk alltaf í svörtu, í sama lit og hjarta hennar. Hún var listræn og kaldhæðin, hún var hvít eins og mjöll á sunnudögum og varirnar hennar voru bólgnar á mánudögum. Ég hafði aldrei eitrað sjálfa mig af brúnum augum, fyrr en ég sá hennar, þau gripu mig og drógu mig niður í tómarúm sálar hennar. Þá komum við alltaf aftur að þessum frægu eftirvæntingar og vonbrigðarfullum orðum, augun eru spegill sálarinnar. Hvað er sálin nema eldspýta sem er að falla í ösku. Tilfinningarnæmi er yndislegur leikvöllur, griðastaður, hugarró að lokum.
Ég
Ég, en sjálfselskt að það skuli alltaf byrja á mér.
Hún, en fyndið að það skuli alltaf byrja á henni. Hún var talandi rós og yfirnáttúrulega falleg en gekk alltaf í svörtu, í sama lit og hjarta hennar. Hún var listræn og kaldhæðin, hún var hvít eins og mjöll á sunnudögum og varirnar hennar voru bólgnar á mánudögum. Ég hafði aldrei eitrað sjálfa mig af brúnum augum, fyrr en ég sá hennar, þau gripu mig og drógu mig niður í tómarúm sálar hennar. Þá komum við alltaf aftur að þessum frægu eftirvæntingar og vonbrigðarfullum orðum, augun eru spegill sálarinnar. Hvað er sálin nema eldspýta sem er að falla í ösku. Tilfinningarnæmi er yndislegur leikvöllur, griðastaður, hugarró að lokum.
Ég
Ég, en sjálfselskt að það skuli alltaf byrja á mér.