viti menn
Fyrir mánuði varstu áhugaverður og ókunnugur drengur aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa verið krýndur inní fullorðinna manna tölu. Það tók mig eitt stefnumót og nokkur kvöld með þér til þess að falla alveg kylliflöt fyrir þér. Þú varst eithvað nýtt og spennandi svo klár og hlýr á sama tíma. Þú sagðir mér hluti um þig sem ekki margir vissu og sagðir þá við mig vitandi að stelpa eins og ég kynni að halda leyndamálum svosem þessa leyndarmáls sem við vorum. Þú varst alltaf ljúfur og góður, verndaðir mig og sýndir mér athygli. Svo einn daginn ákvaðstu að ég væri ekki þín týpa.

Málið er að þú varðst hrifinn að mér þegar ég var einmana, svo þegar ég var það ekki lengur sástu að verki þínu var lokið.

Núna ertu farin og ég er aftur orðin einmana, þá hringir síminn og viti menn það ert þú.  
Inga Sjöfn
1998 - ...


Ljóð eftir Ingu Sjöfn

Ég
Engum líkur
hræsnari
Pabbi
Von
Dóttir
Ég hlakka til
.
Nei
viti menn
Ég á mig ein
heima
Nýja stelpan þín
Föst
Ég fyrirgef þér
Unglingurinn í mér
Í takt við lagið
Djammarinn
Er ég loksins komin heim?
Loforð
Ef ég fer í nótt veistu hvers vegna.
vinkonuráð
Sólarlagið
Sannleikurinn er sýnilegur
Hans orð.
Þú tapaðir