Fimmtugsafmælisljóð fyrir mömmu
Er andi góu óbilgjarn
óð um lönd og tóttir,
steig í heiminn stúlkubarn:
Stína Gunnarsdóttir.
Hún lærði ung að lífið er
leikur til að njóta.
Hún skyldi kunna að skemmta sér,
skála, hlæja og blóta.
Henni er margt til lista lagt,
léttan fetar hugveg.
Nokkra kosti kann ég sagt;
klár, skapandi og dugleg.
Hún lagði stund á list og mennt
og líkna þeim er þjást.
Margt hún lagði í þetta þrennt
en þúsfalt meira í ást.
Því hún ann sínum manni, hans ótal göllum,
og ann sínum börnum, það er skrýtið.
Foreldrum, bræðrum og ástvinum öllum.
Hún ann okkur ekkert lítið!
Ég er þakklátur ýmsum og marga mæri
en mestur er hennar sjóður.
Þakkir allar með fögnuði færi
minni fimmtugu fallegu móður.
óð um lönd og tóttir,
steig í heiminn stúlkubarn:
Stína Gunnarsdóttir.
Hún lærði ung að lífið er
leikur til að njóta.
Hún skyldi kunna að skemmta sér,
skála, hlæja og blóta.
Henni er margt til lista lagt,
léttan fetar hugveg.
Nokkra kosti kann ég sagt;
klár, skapandi og dugleg.
Hún lagði stund á list og mennt
og líkna þeim er þjást.
Margt hún lagði í þetta þrennt
en þúsfalt meira í ást.
Því hún ann sínum manni, hans ótal göllum,
og ann sínum börnum, það er skrýtið.
Foreldrum, bræðrum og ástvinum öllum.
Hún ann okkur ekkert lítið!
Ég er þakklátur ýmsum og marga mæri
en mestur er hennar sjóður.
Þakkir allar með fögnuði færi
minni fimmtugu fallegu móður.
2013