Bakkus
Angurbitinn og aumur
Andvaka, hugsa um þig
Horfin dægur og draumur
Drungi umliggur mig

Í viðjum drykkju og doða
Sætkenndin þig frá mér dró
Í lífsins vesöld og voða
Vonin innra með dó

Bakkus, sá drottnandi djöfull
Er veika dregur á tál
Hinn myrki, meiðandi böðull
Er myrðir líkama og sál
 
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið