Hjartasorg
Hvíli einn í húminu
Hjartasorgin mig drepur
Ráðþrota aleinn í rúminu
Reiðin mig sjálfan hertekur

Hriplekur hjartans skjöldur
Höfnun eigi varði mig gegn
Fátt fær lægt hugarins öldur
Framvegis stormur og regn

Í vindasamri veröld slægri
Vonir að endingu slökknuðu
Draumar bjartir og sólrík dægri
Í táradalnum snöktandi drukknuðu

Fjöll á vegi mína falla
Fennir í ofanálag
Óvær færð um eilífð alla
Nótt og hvern nýjan dag

 
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið