Lífsins feigðar vindar
Ofin brekán byrgir sýn,
á brekkum minna daga
Vonin veik, hún stöðugt dvín
Velkist um grátvota haga

Lífsins feigðar vindar hvína
Kaldur næðingur læðist að
Hugarhægð í sálu mína
Sérhvern dag, ég þrái það

Ofin brekán yljar mér,
Í brekkum minna daga
Vonin vex, í örmum þér
Með litrík blóm í haga
 
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið