Blómið
Ævarandi táraflóð
Þróttmikil elfur
Vætir ljóð
Er hjarta mitt skelfur

Friðsæla lygna fljót
Blómið dafnaði þar
Horfið undir beljandi brimrót
Jarðveginn með sér bar

Berst um í rótinu
Hróflast á hverjum steini
Sligast undan aflinu
Særður á sinni og beini

Veit ei hve langt mig rekur
Festu ég leita af ákafa
En straumurinn ávallt mig tekur
Slekkur vonina um lífgjafa

Blómið næstum lífvana
Velkist um í öngþveiti
Frjókornin svífa um akrana
Guð þau varðveiti
 
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið