Náðun
Afbrotamenn í afneitun
Almættinu hafna
Í veraldlegum allsnægtum
Syndum digrum safna

Dómur lögmálsbrota er dauði
Dýflissa gnístandi tanna
En hlutdeild í himneskum auði
Helga náðun veitir sanna

Kristur kærleikann tjáði
Með fórnardauða sínum
Lausnargjaldið ljáði
Gegn dómi og syndum mínum
 
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið