Snjóalög hugans
Frostbitinn í fimbulkulda
Feigðin hnusar að mér
Dimmur dalur, sefar ásýnd dulda
Dagarnir enda hér

Í hugann féllu snjóalög
Í köldum beljandi straumi
Snæviþakinn hjartaslög
Slá hratt í glymjandi flaumi

Endalaus hlykkjótt elfur
Engan fæ ég frið
Á hyldýpi hjartað skelfur
Hrópa í auðninni um grið
 
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið