Lífsins feigðar vindar
Ofin brekán byrgir sýn,
á brekkum minna daga
Vonin veik, hún stöðugt dvín
Velkist um grátvota haga
Lífsins feigðar vindar hvína
Kaldur næðingur læðist að
Hugarhægð í sálu mína
Sérhvern dag, ég þrái það
Ofin brekán yljar mér,
Í brekkum minna daga
Vonin vex, í örmum þér
Með litrík blóm í haga
á brekkum minna daga
Vonin veik, hún stöðugt dvín
Velkist um grátvota haga
Lífsins feigðar vindar hvína
Kaldur næðingur læðist að
Hugarhægð í sálu mína
Sérhvern dag, ég þrái það
Ofin brekán yljar mér,
Í brekkum minna daga
Vonin vex, í örmum þér
Með litrík blóm í haga