Blómið
Ævarandi táraflóð
Þróttmikil elfur
Vætir ljóð
Er hjarta mitt skelfur
Friðsæla lygna fljót
Blómið dafnaði þar
Horfið undir beljandi brimrót
Jarðveginn með sér bar
Berst um í rótinu
Hróflast á hverjum steini
Sligast undan aflinu
Særður á sinni og beini
Veit ei hve langt mig rekur
Festu ég leita af ákafa
En straumurinn ávallt mig tekur
Slekkur vonina um lífgjafa
Blómið næstum lífvana
Velkist um í öngþveiti
Frjókornin svífa um akrana
Guð þau varðveiti
Þróttmikil elfur
Vætir ljóð
Er hjarta mitt skelfur
Friðsæla lygna fljót
Blómið dafnaði þar
Horfið undir beljandi brimrót
Jarðveginn með sér bar
Berst um í rótinu
Hróflast á hverjum steini
Sligast undan aflinu
Særður á sinni og beini
Veit ei hve langt mig rekur
Festu ég leita af ákafa
En straumurinn ávallt mig tekur
Slekkur vonina um lífgjafa
Blómið næstum lífvana
Velkist um í öngþveiti
Frjókornin svífa um akrana
Guð þau varðveiti