þú skapaðir skrímsli
ég reyni að hætta að brosa
ég hætti að ganga í bleiku
ég lita ekki lengur í litabækur
ég er á móti pleimó
en það er sama hvað þú segir
ég mun alltaf svara með málshætti
eða orðatiltæki

ég er girt og með belti
ég er vatnsgreidd
ég svara spurningum kennarans rétt
og allir hata mig

ég hef svo oft reynt
að verða svona
en málshættirnir eru misheppnaðir
og orðatiltækin aulaleg
og alltaf á vitlausum stöðum

ég get ekki hætt að ganga í bleiku
ég elska að lita í litabækur
pleimó er lífið
punktur  
Dóttir Jóns
1927 - ...


Ljóð eftir Dóttur Jóns

erfiðleikar
þú skapaðir skrímsli
gervið
Ofurhetjan ég
Pleimó
Hvers vegna?
Frelsi þess ófrjálsa
leitin mikla
steypiregn tára og steyptra stétta samtímans
HA?