

í litlu þorpi
hanga lánsföt af Elvis
í stofuglugga
parið
sem ber inn úr bílnum
hlær í nóttinni
í litlu þorpi
skína stjörnur
og norðurljós
í portinu
bak við frystihúsið
læðist minkur
neðan gilsins
er einskismannsland
fleinn í hjarta bæjarins
þar standa auð hús
bifreiðastöður bannaðar á bryggjunni
svo jeppar mala í lausagangi
meðan skroppið er í heimsókn um borð
í litlu þorpi
lokar barinn klukkan níu
eða hvenær sem hentar
börnin rata ein heim
í myrkrinu sem glóir
af sjónvörpum
í fjörukambinum
hímir rislágt hús
með saltbarða veggi
hér búa draugar
hanga lánsföt af Elvis
í stofuglugga
parið
sem ber inn úr bílnum
hlær í nóttinni
í litlu þorpi
skína stjörnur
og norðurljós
í portinu
bak við frystihúsið
læðist minkur
neðan gilsins
er einskismannsland
fleinn í hjarta bæjarins
þar standa auð hús
bifreiðastöður bannaðar á bryggjunni
svo jeppar mala í lausagangi
meðan skroppið er í heimsókn um borð
í litlu þorpi
lokar barinn klukkan níu
eða hvenær sem hentar
börnin rata ein heim
í myrkrinu sem glóir
af sjónvörpum
í fjörukambinum
hímir rislágt hús
með saltbarða veggi
hér búa draugar
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)