

ég sé gamlan mann
í hrörlegu koti
í afskekktum dal,
einmana og gleymdur
ásóttur af draugum fortíðar
það voru grá fiðrildi
sem flögruðu um í höfði hans
og þau tóku hann á loft með sér
og þá flaug hann um
í alsælu sinnar eigin sjálfselsku
en ávallt féll hann til jarðar aftur
og í hvert sinn varð fallið harðara
og loks þau skildu hann eftir í dal einum
þar sem hann hrörnaði og dó
aftur og aftur og aftur
í hrörlegu koti
í afskekktum dal,
einmana og gleymdur
ásóttur af draugum fortíðar
það voru grá fiðrildi
sem flögruðu um í höfði hans
og þau tóku hann á loft með sér
og þá flaug hann um
í alsælu sinnar eigin sjálfselsku
en ávallt féll hann til jarðar aftur
og í hvert sinn varð fallið harðara
og loks þau skildu hann eftir í dal einum
þar sem hann hrörnaði og dó
aftur og aftur og aftur