Ljósið leynis víða
Vonin er í fjarska,
þar sem grátur grípur orð.
Allt sem geymt er í þínu hjarta
er nú sett hér á borð.

Sumt bragðast eins og óttinn.
Sumt sem nýfallin mjöll.
Sumt svíður eins og nóttin
sem gleypir þín hróp og köll.

En ljósið leynist víða.
og ljúfir tónar heyrast einnig hér.
Í sál þar sem tíminn fær ekki að líða.
Í minningum um andartak með þér.
 
Halldór
1976 - ...


Ljóð eftir Halldór

Sjónarspil himnanna
Grafhýsi hugans
Faðmur svefnsins
Loginn
Lífsins glóðir
Lítið ljós
Sár í síðu tímans
Heimilislausar hugsanir
Trú, von og kærleikur
Óskir
Ljósið leynis víða
Haf hugans
Úr munni mánans