Haf hugans
Ekkert felst í hafi hugans, þar sem
frelsið flögrar milli ryðgaðra greina.
Og ekkert dylst í ljósi skuggans,
nema ástin sem hefur meiri þrá að geyma.

En þinn stígur seilast undir vitund mína
og þinn vegur yfir stundir mínar.

Því þessi andardráttur klæðir tómið litum,
rauðar varir skrýddar perlum vetrar.
Þar eru orð sem fanga hug minn
og festa sálina við bergmálið sem lifir hér.
 
Halldór
1976 - ...


Ljóð eftir Halldór

Sjónarspil himnanna
Grafhýsi hugans
Faðmur svefnsins
Loginn
Lífsins glóðir
Lítið ljós
Sár í síðu tímans
Heimilislausar hugsanir
Trú, von og kærleikur
Óskir
Ljósið leynis víða
Haf hugans
Úr munni mánans