umvafin
Stundum er jörðin hvergi nálæg,
það er eins og himininn sé ekki til.

Mýktin er algjör,
blanda af bómul og hlýjum sjó.

Góðlegur hlátur, einlægur grátur,
hlýleg og dúandi ró.

Þú kemur í kvöld, og ert fram á morgunn,
síminn hringdi og draumurinn dó.

 
Solveig Edda
1975 - ...
Það er gott að sofa...


Ljóð eftir Solveigu Eddu

Um daginn
Ljóð
Stand-up-ljóð fyrir lifandi áhorfendur
Annað hvort eða
Ekkert
Dragsúgur
umvafin
Bílflautan