Bílflautan
Í gamla daga þegar flautað var
úr bíl ég sneri mér við.
Ég hugsaði einhvervegin þannig að
það hlaut að vera flautað á mig.

Ég var á gangi niður Öldugötu
þegar ég heyrði í þér kalla.
"Hey sæta!" og hamast á bílflautu
ég tók ekki eftir því.

Því lífið hefur gert við mig
það sem ég bjóst alls ekki við.
Mitt fas er ekki það sama og þá
þegar það snerist allt um mig.


 
Solveig Edda
1975 - ...


Ljóð eftir Solveigu Eddu

Um daginn
Ljóð
Stand-up-ljóð fyrir lifandi áhorfendur
Annað hvort eða
Ekkert
Dragsúgur
umvafin
Bílflautan