Stand-up-ljóð fyrir lifandi áhorfendur
Gónið.

Lítið á mig. Afhverju lítið þið á mig svona oft?

Afhverju setjist þið ekki bara saman í hóp beint fyrir framan mig og GLÁPIÐ?
Ég tek alveg eftir ykkur, ekki af neinni annarri ástæðu en þeirri að þið eruð eins og hópur af smástelpum. Stingið saman nefjum, beint fyrir framan mig....flissiði aðeins meira..formúlan er röng. Kannski er ég of mikið fyrir ykkur? Kannski eruð þið of lítið fyrir mig? Kannski eruð þið litlir karlar með litla reynslu og lítið typpi? Afhverju farið þið hjá ykkur? Ég hef ekki gert neitt til þess. Ég sit bara hérna. Ekki er heimurinn svona lítill hjá ykkur?
Er hann svona lítill Á ykkur?
Eruð þið hræddir?
Er ég of nálægt ykkur?
Er ég ekki eitthvað sem þið þekkið?
Verðiði svona asnalegir ef þið eruð ekki virtir viðlits?

Ég er þess eðlis að þurfa að skilja ykkur.
Því ef ég gerði það, yrði ég kannski ekki eins reið útí ykkur.

EN..ef ég næði að skilja ykkur, yrði ég þá ekki jafnlítil og þið?

Mér finnst þið ekki litlir....Ég sá ykkur ekki.
Ekki fyrr en þið fóruð að gera ykkur breiða í návist minni.

Þið hafið greinilega ekki haft í huga að fliss fer ekki stórum köllum.....Það fletti ofan af ykkur....

Ég þoli ekki svona taugaveiklaðar kerlingar eins og ykkur...
Hélduði að þið kæmuð mér til?
Einhverntímann?
Kannski?

Nei....raunveruleikinn eyðilagði fyrir ykkur þegar hann potaði í ykkur ....lét ykkur flissa.
Hann eyðilagði fyrir ykkur...

ég er eina konan sem hef ekki áhuga....




 
Solveig Edda
1975 - ...


Ljóð eftir Solveigu Eddu

Um daginn
Ljóð
Stand-up-ljóð fyrir lifandi áhorfendur
Annað hvort eða
Ekkert
Dragsúgur
umvafin
Bílflautan