Þokumistur
rýni gegnum þokumistur
gráar mýs á götu
saltstólpar
standa vörð
um valinkunn stræti

þú
falin bak við bros gærdagsins
von morgunsins
tár dagsins

ég
hræddur
kvalinn
falinn

kanski við gætum farið,
verið,
gengið saman?  
Dýrlaug
1964 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Dýrlaugu

Á limminu
Dulítill hvolpur
Þokumistur
ÞÖGULT HRÓP
Móðurást
Aðeins þú
Dyr opnast
Hliðstæð veröld
Einstök sál
digrir dropar
Áhugi í þögninni
Hraðbraut (ó)gæfu
ef aðeins
ég er
von