ÞÖGULT HRÓP
Ég hrópa til ykkar, en þið heyrið ekkert. Hrópa eins hátt og ég get, en hljóðið má ekki yfirgefa varirnar. Græt svo sárt, en ekkinn má ekki snerta eyru ykkar. Lítið í augu mín. Sjáið þið ekki þungu sorgina? Heyrið þið ekki óttann í andardrætti mínum?
Í guðanna bænum, opnið skilningavitin. Sjáið hvað ég er að berjast við. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég get ekkert gert. Ég vil ekki lifa svona. Ég vil ekki lifa. Hjálpið mér, spyrjið mig, gerið eitthvað áður en það er of seint. Ég get ekki látið orðin heyrast, þá hefur hann sagt að eitthvað hræðilegt muni gerast.
Allur réttur áskilinn höfundi. Til minningar um litlu stúlkuna sem ein bar óttann.