Úr munni mánans
En lognið leynir hvaðan orðin koma.
Þegar eitthvað kraumar í grasinu
þá seittla orð úr munni mánans.
Eitthvað sem aðeins döggin skilur.
Ekki orð og ekki söngur,
Eitthvað sem lýtur öðrum lögum.
Eitthvað sem lýsir og býr til skugga.
Eitthvað sem lýsir upp hirslur hugans.
Eitthvað sem orð ná ekki að beisla.
Eins og þegar regnið blíðkar þína sólargeisla.
Þegar eitthvað kraumar í grasinu
þá seittla orð úr munni mánans.
Eitthvað sem aðeins döggin skilur.
Ekki orð og ekki söngur,
Eitthvað sem lýtur öðrum lögum.
Eitthvað sem lýsir og býr til skugga.
Eitthvað sem lýsir upp hirslur hugans.
Eitthvað sem orð ná ekki að beisla.
Eins og þegar regnið blíðkar þína sólargeisla.