

Gaman er að gánga
í úðanum og rýna
niðurí göturæsið
Í leit að perlum
eða krónkalli
eða bara vindlíngsstúf
Í úðanum, laugaður
tárum guðs
Á vit ástar
sem vafasamar heimildir
telja sterkari en dauðann
Fárast ekki yfir
grátnum í honum guði
Dást að því, hve haglega
götusóparar hafa
sópað föllnum laufum
saman í hrúgur
í úðanum og rýna
niðurí göturæsið
Í leit að perlum
eða krónkalli
eða bara vindlíngsstúf
Í úðanum, laugaður
tárum guðs
Á vit ástar
sem vafasamar heimildir
telja sterkari en dauðann
Fárast ekki yfir
grátnum í honum guði
Dást að því, hve haglega
götusóparar hafa
sópað föllnum laufum
saman í hrúgur
Úr bókinni Hlutabréf í sólarlaginu.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thorodssen.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thorodssen.