Sjálfsmorð
Svelgi ég harðan sjóinn.
Sætur braggðast flóinn.
Blóð er grænt og gall er rautt
glóbjart myrkrið funablautt.
Yfir volgan svartan snjó
sums og gums og korriró
þögnin öskrar þokutær
þúng sem fis og haturskær.
 
Dagur Sigurðarson
1937 - 1994
Úr bókinni Rógmálmur og grásilfur.
1971.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.


Ljóð eftir Dag Sigurðarson

Sjálfsmorð
Geirvörtur (Til Möggu)
Besta orðið mitt
Sæla
Society Club
Vor á Sikiley
List = lifrarpylsa
Losti
Ástarjátning
Þína skál Reykjavík
Þjóðhátíð
Höfuðskepnur
Rós
Kvenmannsleysi
Haust
Mynd eftir barn (20x25 cm., blýantur og vaxkrít.)