Rós
Stór og feit og stolt
troðjúgra komst þú á stöðulinn
Hönd mín hvíldi á herðum þér
Júgur þitt logaði í kvöldsólinni

Þú mændir á húsfreyju
stórum bláum augum
mændir og beiðst

Ég strákpattinn
þakka þér skjöldótta fóstra mín
volduga móðurtákn  
Dagur Sigurðarson
1937 - 1994
Úr bókinni Hlutabréf í sólarlaginu.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.


Ljóð eftir Dag Sigurðarson

Sjálfsmorð
Geirvörtur (Til Möggu)
Besta orðið mitt
Sæla
Society Club
Vor á Sikiley
List = lifrarpylsa
Losti
Ástarjátning
Þína skál Reykjavík
Þjóðhátíð
Höfuðskepnur
Rós
Kvenmannsleysi
Haust
Mynd eftir barn (20x25 cm., blýantur og vaxkrít.)