Haust
Gaman er að gánga
í úðanum og rýna
niðurí göturæsið

Í leit að perlum
eða krónkalli
eða bara vindlíngsstúf

Í úðanum, laugaður
tárum guðs

Á vit ástar
sem vafasamar heimildir
telja sterkari en dauðann

Fárast ekki yfir
grátnum í honum guði

Dást að því, hve haglega
götusóparar hafa
sópað föllnum laufum
saman í hrúgur  
Dagur Sigurðarson
1937 - 1994
Úr bókinni Hlutabréf í sólarlaginu.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thorodssen.


Ljóð eftir Dag Sigurðarson

Sjálfsmorð
Geirvörtur (Til Möggu)
Besta orðið mitt
Sæla
Society Club
Vor á Sikiley
List = lifrarpylsa
Losti
Ástarjátning
Þína skál Reykjavík
Þjóðhátíð
Höfuðskepnur
Rós
Kvenmannsleysi
Haust
Mynd eftir barn (20x25 cm., blýantur og vaxkrít.)