

Hví vantar mig þrótt
til að lifa og sýngja?
Hví geing ég sljór
um götur og torg?
Hví sparka ég til húsveggjanna?
Standa þeir í vegi
fyrir róttækum hugmyndum mínum?
Mig vantar félaga og förunaut.
Blóð mitt er geislavirkt.
Í lendum mínum
fara fram kjarnorkuspreingíngar.
til að lifa og sýngja?
Hví geing ég sljór
um götur og torg?
Hví sparka ég til húsveggjanna?
Standa þeir í vegi
fyrir róttækum hugmyndum mínum?
Mig vantar félaga og förunaut.
Blóð mitt er geislavirkt.
Í lendum mínum
fara fram kjarnorkuspreingíngar.
Úr bókinni Hlutabréf í sólarlaginu.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.