

Stór og feit og stolt
troðjúgra komst þú á stöðulinn
Hönd mín hvíldi á herðum þér
Júgur þitt logaði í kvöldsólinni
Þú mændir á húsfreyju
stórum bláum augum
mændir og beiðst
Ég strákpattinn
þakka þér skjöldótta fóstra mín
volduga móðurtákn
troðjúgra komst þú á stöðulinn
Hönd mín hvíldi á herðum þér
Júgur þitt logaði í kvöldsólinni
Þú mændir á húsfreyju
stórum bláum augum
mændir og beiðst
Ég strákpattinn
þakka þér skjöldótta fóstra mín
volduga móðurtákn
Úr bókinni Hlutabréf í sólarlaginu.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.
1958.
Allur réttur áskilinn Sigurði Dagssyni Thoroddssen.