Rok í reykjavík
Það er óró í loftinu.
Ég horfi yfir reykjavík
og ég finn fyrir jörðinni mótmæla.
Reiðin yfir gjörðum okkar kraumar taktfast undir yfirborðinu.

Það er hræðsla í loftinu.
Ég horfi á fólkið flýta sér,
bregða fótum sínum hvert fyrir annað
í eilífu lífsgæðakapphlaupi.
Og á endalínunni stendur með útbreiddan faðm,
drekkhlaðin fölskum vonum,
Glötun.

Það er angist í loftinu.
Ég horfi til himins,
og ég sé vindinn reka illa reytt skýin áfram.
Hann veit það sem ég veit,
að þau vilja ekki lengur stoppa við,
því börn náttúrunnar sviku lit,
og við lítum varla lengur til himins
á harðahlaupunum í gegnum þetta handmataða líf.

Því hver heldur þú að trúi enn á sanna fegurð?

 
Myrra
1983 - ...


Ljóð eftir Myrru

ástleysi
Draumur
Tvö ein.
Lognið í garðinum hennar
Fullkomið andartak
Nafnlaus.
Egó...eða hvað!
Loksins kona!!
Svarið.
Kveðja
Ranglega verðmerkt..
Rok í reykjavík
Drommen
Farinn í friði,lífsins ljós.
Undir brosinu.
draumur ||
Spiritual awakening.
Hvert skal haldið?
Þurrkatíð..
Fallið framan af.
Leikstjóri í strengjabrúðu heimi.
Bæ..Gæ!!
Vilhjálmur Hendrik
Sara ||
Minnsti skemmtistaður í heimi.
Hinum meginn við gluggann minn.
Kossinn sem koma skal.
Að hitta herra Guð.
U.S
Hljóðir draumar.
Ástarfár.
Endalaust
Silkimjúka síðdegi.