Bæ..Gæ!!
Núna ertu þú.
Það ert þú sem ég þekkti aldrei,
þú sem ert týndur,
og fyrirfinnst ekki lengur.
Þú hörfar.

Við fleytum kellingar á yfirborðskenndri þögninni,
þú gengur grænu míluna í huga mér og ég horfi í gegnum þig vonsvikin,
já í gegnum þig því nú ertu
ekkert!
Dauðadæmdur gengur, óöruggum skrefum
að því sem næst var kosið
með stælgæjabrosið, ég gæti ælt!

Þú ert "All man" einsog þær segja.
Með vel vaxna, óseðjandi karlmennsku í skauti þér.
Sem vísar þér leiðina
í gegn um hallærisklisjuna sem þú kallar líf.
Augun stíf og stöðnuð
og brosið æft úr blaði.

Þó svo þig langi,
þá veistu ekki hvað það er að langa.
Þú lifir ekki lifandi.
Dauður milli eyrnanna.

Steiktur eftir ljósabekkjaprótíndrykkjubílagræjuæðið
Og stelpurnar!!
Hinar stelpurnar sem ég sá ekki,
þú veist að svona má ekki.
 
Myrra
1983 - ...


Ljóð eftir Myrru

ástleysi
Draumur
Tvö ein.
Lognið í garðinum hennar
Fullkomið andartak
Nafnlaus.
Egó...eða hvað!
Loksins kona!!
Svarið.
Kveðja
Ranglega verðmerkt..
Rok í reykjavík
Drommen
Farinn í friði,lífsins ljós.
Undir brosinu.
draumur ||
Spiritual awakening.
Hvert skal haldið?
Þurrkatíð..
Fallið framan af.
Leikstjóri í strengjabrúðu heimi.
Bæ..Gæ!!
Vilhjálmur Hendrik
Sara ||
Minnsti skemmtistaður í heimi.
Hinum meginn við gluggann minn.
Kossinn sem koma skal.
Að hitta herra Guð.
U.S
Hljóðir draumar.
Ástarfár.
Endalaust
Silkimjúka síðdegi.