Til Friðnýjar og Ísólfs
Ó! Hvað mig langar til að sjá þig.
Hvað mig langar til að sjá hvað þú hefur stækkað.
Hvað mig langar til að heyra hvað þú getur orðið talað.
Hvað mig langar til að taka þig í faðminn og finna lyktina af þér.

Ó! Hvað mig langar til að heyra þig hlægja.
Hvað mig dreymir um að heyra þig syngja.
Hvað mig dreymir að fara með þig í fjöruna.
Hvað mig langar til að heyra þig segja, ´pabbi minn´


Ó! Hvað mig langar til að heyra ekki alltaf...NEI!

Og við verðum aftur saman.  
Broskarl
1962 - ...


Ljóð eftir Broskarl

Hugsun sem ekki má
Örþrifaráð
Missir í sorg
Til Friðnýjar og Ísólfs
Und á sál
Norwich City
Óvæntur glaðningur
Bæn
Æskuminning
Í minningu Soffíu frænku