Hliðstæð veröld
Hallandi húsveggir
of lágar dyr
þröngur gangur
of mikið strit

Andlitið undið
kroppurinn stór
fætur mislangir
hlandgult hár

Lítil fjölskylda
engin ást
fáir vinir
miklar skuldir

Síminn hringir
bankinn að rukka
því miður - segi ég
enginn vinningur

...en þegar ég halla aftur augunum
verður veröldin gul
af hamingjusólinni
svo skær - svo björt

Falleg - utan sem innan
fötin passa
sleiki útum -
eins og köttur við rjómaskál
 
Dýrlaug
1964 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Dýrlaugu

Á limminu
Dulítill hvolpur
Þokumistur
ÞÖGULT HRÓP
Móðurást
Aðeins þú
Dyr opnast
Hliðstæð veröld
Einstök sál
digrir dropar
Áhugi í þögninni
Hraðbraut (ó)gæfu
ef aðeins
ég er
von