Lystarstol
Tilhugsunin ein,
við að þurfa að borða.
Ég get ekki lýst því,
mig skortir orðaforða.
Við bara einn bita
viðbjóður læðist.
Maginn á hvolfi,
ég sjálfa mig hræðist.
Afleiðingarnar bíta,
líkaminn ofursmár.
Ég vil ekki meira,
augun fella tár.
Andlega og líkamlega,
stelpan er búin.
Líður ekki vel,
orðin voða lúin.
En nú er þetta búið,
hef lært mína lexíu.
Ég kýs nú að velja lífið
og segja bless við anorexíu!
við að þurfa að borða.
Ég get ekki lýst því,
mig skortir orðaforða.
Við bara einn bita
viðbjóður læðist.
Maginn á hvolfi,
ég sjálfa mig hræðist.
Afleiðingarnar bíta,
líkaminn ofursmár.
Ég vil ekki meira,
augun fella tár.
Andlega og líkamlega,
stelpan er búin.
Líður ekki vel,
orðin voða lúin.
En nú er þetta búið,
hef lært mína lexíu.
Ég kýs nú að velja lífið
og segja bless við anorexíu!
Allur réttur áskilinn höfundi