sólarljóð
sólin skín skært
í skugganum perlast svitinn
eins og svalandi tár
sem safnast upp
og rennur sína leið
droparnir falla hver af öðrum
tíminn er endalaus
og þú slakar á, en
hugsanir leiftra
eins og neistaflug
ljóssins sem springur í myrkrinu
golan gælir við mig
ilmurinn er freistandi
það vakna upp spurningar
er þetta of gott?  
Gestur
1972 - ...
sept 2000
© Gestur
<a href="mailto:gestur@svaka.net">gestur@svaka.net</a>
<br>


Ljóð eftir Gest

stjarnan mín
hugurinn
sonnettan um dóru
ljóð 1
rólega lagið
spunaljóðið
ljóð 2
sólarljóð
skilningur
dagurinn
fiðrildið
tjörnin tæra
smá pæling
ekkert meir
ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
Sálmur: Ó HVE MIKILL ÞÚ ERT
lag: Snerting
hugarleiftur