

Hvers vegna er ég ein,
ein í þessum fólksfjölda?
Ég spyr fólkið sem gengur framhjá,
með Pampers bleyjur undir hendinni,
leitandi að efni í hið fullkomna líf.
En ég fæ ekkert svar.
Hvers vegna læðist einmanaleikinn að
mér, þegar að ég treð mér í sófann?
Ég spyr fólkið sem gengur framhjá,
með tannkremstúbur í vasanum,
jórtrandi leður með stjörnur í augunum.
En ég fæ ekkert svar.
Hvers vegna strýkur enginn
tárin burt af vanga mínum?
Ég spyr sjálfa mig
þegar ég geng framhjá,
með augun negld í gólfið.
En ég fæ ekker svar.
Og ég liðast í sundur, líkt og reykur.
ein í þessum fólksfjölda?
Ég spyr fólkið sem gengur framhjá,
með Pampers bleyjur undir hendinni,
leitandi að efni í hið fullkomna líf.
En ég fæ ekkert svar.
Hvers vegna læðist einmanaleikinn að
mér, þegar að ég treð mér í sófann?
Ég spyr fólkið sem gengur framhjá,
með tannkremstúbur í vasanum,
jórtrandi leður með stjörnur í augunum.
En ég fæ ekkert svar.
Hvers vegna strýkur enginn
tárin burt af vanga mínum?
Ég spyr sjálfa mig
þegar ég geng framhjá,
með augun negld í gólfið.
En ég fæ ekker svar.
Og ég liðast í sundur, líkt og reykur.